FJÖLSKIPAÐUR dómur Héraðsdóms Reykjavíkur fann Þórhall Ölver Gunnlaugsson á þriðjudag sekan um morðið á Agnari W. Agnarssyni í júlí sl. og dæmdi ákærða í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og þjófnað. Þórhallur Ölver hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar.

FJÖLSKIPAÐUR dómur Héraðsdóms Reykjavíkur fann Þórhall Ölver Gunnlaugsson á þriðjudag sekan um morðið á Agnari W. Agnarssyni í júlí sl. og dæmdi ákærða í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og þjófnað. Þórhallur Ölver hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar.

NÍTJÁN hross drápust í eldsvoða að Blíðubakka í Mosfellsbæ aðfaranótt föstudags og var gæðingurinn Váli frá Nýjabæ meðal þeirra en hann var metinn á 1,5 milljónir króna fyrir tveimur árum. Flest hrossanna voru ótryggð.

STJÓRN Fjárfestingarbanka atvinnulífsins mun leggja til á aðalfundi félagsins síðar í þessum mánuði að greiddur verði 18% arður til hluthafa félagsins á árinu 2000 eða sem nemur 98% af hagnaði félagsins á árinu 1999. Arðgreiðslan mun nema 1.180 milljónum króna en það er hæsta arðgreiðsla sem félag, með hlutabréf sín skráð á VÞÍ, hefur innt af hendi til hluthafa sinna.

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar á föstudag lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir að refsingar við vörslu barnakláms verði hertar.