BOÐIÐ er upp á námskeið í nálastungum helgina 4. og 5. mars nk. í þeim tilgangi að efla skilning viðurkenndra heilbrigðismanna á notkun nálastungna fyrir verkjameðferð, segir í fréttatilkynningu.

BOÐIÐ er upp á námskeið í nálastungum helgina 4. og 5. mars nk. í þeim tilgangi að efla skilning viðurkenndra heilbrigðismanna á notkun nálastungna fyrir verkjameðferð, segir í fréttatilkynningu.

Einnig segir: "Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu verkjasvæði og rætt um hvernig nota má nálastungur við verkjum í stoðkerfi. Farið verður yfir helstu nálastungupunktana sem notaðir eru fyrir verkjameðfeðrir samkvæmt vestrænum nálastungum. Einnig verður rætt um helstu nálastungupunktana sem á að forðast til að valda sem minnstum skaða.

Tilgangurinn er að gefa fagfólki smáundirstöðu í nálastungum og kenna meðhöndlun nála. Kennt verður um orkubrautir, nálastungupunkta og samspil orkubrautanna. Kynnt verða hin ýmsu einkenni verkja samkvæmt austrænum sjúkdómsgreiningum og þeirra tilgangur fyrir verkjameðferð. Kennari er Ríkharður M. Jósafatsson."