Hringanóri á flotbryggju í Elliðavogi á sunnudag.
Hringanóri á flotbryggju í Elliðavogi á sunnudag.
SJALDSÉÐUR gestur var á ferð nýlega í Elliðavogi. Hringanóri hélt sig í smábátahöfn Snarfara yfir helgina. Hringanóri er minnsti selur sem sést við Ísland, talsvert minni en landselur.
SJALDSÉÐUR gestur var á ferð nýlega í Elliðavogi. Hringanóri hélt sig í smábátahöfn Snarfara yfir helgina.

Hringanóri er minnsti selur sem sést við Ísland, talsvert minni en landselur. Kubbslegt vaxtarlag, stutt trýni og hringirnir á baki og síðum selsins eru meðal einkenna hringanóra.

Hringanóri er algengasti selurinn við Grænland og er þar mikið veiddur. Hann er ekki ótíður við Norðurland en mun sjaldséðari sunnanlands. Hringanórar halda stundum til undir ís og mynda öndunarop á ísinn. Urturnar kæpa gjarna í snjóhúsum sem þær mynda yfir öndunaropi og er þá eini inngangurinn opið á gólfinu beint niður í sjóinn.