11. mars 2000 | Menningarblað/Lesbók | 173 orð | 1 mynd

Halaleikhópurinn frumflytur Jónatan

Ásdís Úlfarsdóttir, Árni Salomonsson, Guðný A. Einarsdóttir og Sigríður Geirsdóttir eru meðal þátttakenda í uppfærslu Halaleikhópsins á leikritinu Jónatan.
Ásdís Úlfarsdóttir, Árni Salomonsson, Guðný A. Einarsdóttir og Sigríður Geirsdóttir eru meðal þátttakenda í uppfærslu Halaleikhópsins á leikritinu Jónatan.
HALALEIKHÓPURINN, leikhópur fatlaðra og ófatlaðra, frumsýnir nýtt íslenskt leikrit í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20 í Halanum, Hátúni 12.
HALALEIKHÓPURINN, leikhópur fatlaðra og ófatlaðra, frumsýnir nýtt íslenskt leikrit í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20 í Halanum, Hátúni 12. Leikritið heitir Jónatan og hefur undirtitilinni: Reyndu að hysja þig upp og bíta báðum gómum í borð lífsins og hanga þar! Það er eftir Eddu V. Guðmundsdóttir sem jafnframt er leikstjóri.

Leikritið fjallar um Jónatan sem býr í Hátúni en hann er á leið þaðan og ætlar að fara að búa sjálfstætt. Hann er lamaður upp að mitti eftir bílslys en er orðinn nokkuð hress.

Leikritið fjallar um hvernig hann eina kvöldstund reynir að taka þátt í lífinu fyrir utan, hvernig hann kemur sér á milli staða og hvað verður á vegi hans, hvað hann sér og hvað hann upplifir.

Persónur leiksins eru húsandar sem mynda kór sem í raun segja söguna eða syngja hana, fara í hin ýmsu hlutverk og mynda leikhljóð. Kórinn heldur með sínum manni og reynir oft að hafa vit fyrir honum, en við óvæntum uppákomum ruglast kórinn stundum í ríminu.

Halaleikhópurinn hefur sett upp sýningu á hverju ári frá stofnun eða sjö sýningar.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.