Nokkrir uppáklæddir nemendur Brekkubæjarskóla á Akranesi, en þeir hafa, ásamt kennurum sínum, dregið úr hefðbundnu skólastarfi á undanförnum dögum og unnið í staðinn að verkefnum um "sjávarlist".
Nokkrir uppáklæddir nemendur Brekkubæjarskóla á Akranesi, en þeir hafa, ásamt kennurum sínum, dregið úr hefðbundnu skólastarfi á undanförnum dögum og unnið í staðinn að verkefnum um "sjávarlist".
Akranesi- Nemendur og kennarar Brekkubæjarskóla á Akranesi hafa á undanförnum dögum dregið úr hefðbundnu skólastarfi og unnið í staðinn að verkefnum um "Sjávarlist" en svo vill til að "Sjávarlist" er líka heiti á menningar og...
Akranesi- Nemendur og kennarar Brekkubæjarskóla á Akranesi hafa á undanförnum dögum dregið úr hefðbundnu skólastarfi og unnið í staðinn að verkefnum um "Sjávarlist" en svo vill til að "Sjávarlist" er líka heiti á menningar og listahátíð á Akranesi, þar sem dagskráin tengist sögu staðarins með áherslu á sögu útgerðar og fiskvinnslu.

Í framhaldi af verkefnavinnunni héldu nemendur árlega árshátíð sína sem fór fram með hefðbundnu sniði þar sem nemendur komu fram með ýmiss konar efni til fróðleiks og skemmtunar og var margt af því frumsamið og unnið í sambandi við verkefnin um "Sjávarlist" sem fyrr eru nefnd. Kór skólans söng sjómannalög, yngri nemendur fluttu Vatnavísur, kvæðið um hana langömmu og sýndu fimleika. Nemendur á miðstigi fluttu frumsamda þætti um; örlög Péturs Hoffmanns, sjómannslíf á Skipaskaga og ferð með Akraborginni. Nemendur á elsta stigi sungu, léku á hljóðfæri og sýndu dans þar á meðal frumsaminn "Sjódans". Í tengslum við sýninguna var opin sýning á myndverkum nemenda um "Sjávarlist" og einnig voru settar upp fræðandi upplýsingar, sem þeir höfðu aflað sér um sjávarútveg og vinnslu sjávarafurða á Akranesi.

Óhætt er að segja að nemendur og kennarar Brekkubæjarskóla hafi tekið fyrir athyglisvert verkefni og það eigi vel við því samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Reykjavík menningarborg fjallar um er að svipuðum toga undir yfirskriftinni Sjávarlist - veiðar vinnsla og samfélag.