Claudia Schiffer ásamt Lindu Pétursdóttur og Tim Jeffries, en þau sátu öll í dómnefnd keppninnar.
Claudia Schiffer ásamt Lindu Pétursdóttur og Tim Jeffries, en þau sátu öll í dómnefnd keppninnar.
UNGFRÚ Ísland.is var valin í fyrsta sinn í Perlunni sl. laugardagskvöld. Sextán stúlkur tóku þátt í keppninni og bar Elva Dögg Melsteð sigur úr býtum.

UNGFRÚ Ísland.is var valin í fyrsta sinn í Perlunni sl. laugardagskvöld. Sextán stúlkur tóku þátt í keppninni og bar Elva Dögg Melsteð sigur úr býtum. Ofurfyrirsætan Claudia Schiffer kom hingað til lands ásamt unnusta sínum til að sitja í dómnefnd keppninnar. "Ég valdi Elvu [Dögg Melsteð], hún var fallegust og virðist líka hafa sterkan persónuleika," sagði Schiffer eftir keppnina í Perlunni í samtali við Valla Sport, annan umsjónarmann þáttarins Með hausverk um helgar sem sýndur er á Sýn. "Keppnin var vel útfærð og á henni var framtíðarbragur, þetta er öðruvísi keppni," sagði Schiffer einnig en aðstandendur Ungfrú Ísland.is segja keppnina marka tímamót í fegurðarsamkeppnum á Íslandi og boða breytt viðhorf til fegurðar.

En sá Schiffer efni í ofurfyrirsætu meðal keppenda? "Elva gæti orðið góð fyrirsæta, hún er svo falleg," sagði hún.

Schiffer staldraði stutt við á Íslandi en líkaði vel dvölin og vonast til að koma hingað fljótlega aftur.