Sveinn Valfells, stjórnarformaður Dímons, í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN.
Sveinn Valfells, stjórnarformaður Dímons, í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN.
FJALLAÐ var um WAPorizer, hugbúnað Dímons hugbúnaðarhúss ehf., í viðskiptaþætti sjónvarpsstöðvarinnar CNN, World Business This Morning, síðastliðinn miðvikudag, en þátturinn er sendur út í beinni útsendingu um allan heim.

FJALLAÐ var um WAPorizer, hugbúnað Dímons hugbúnaðarhúss ehf., í viðskiptaþætti sjónvarpsstöðvarinnar CNN, World Business This Morning, síðastliðinn miðvikudag, en þátturinn er sendur út í beinni útsendingu um allan heim. Í þættinum var viðtal við Svein Valfells, stjórnarformann Dímons, og svaraði hann spurningum um WAPorizer og almenna framtíð WAP-tækninnar.

Dímon hugbúnaðarhús kynnti í janúar síðastliðnum WAPorizer, sem þýðir venjulegar heimasíður yfir í WML-forritunarmálið sem WAP-tæki skilja. Fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur tekið hugbúnað Dímons í notkun, og má þar nefna Háskóla Íslands, Strik.is og Gulu línuna.

Flugleiðir tilkynntu nýlega að þær væru fyrsta flugfélag í heimi til að hefja farmiðasölu í gegn um WAP-síma, en Dímon þróaði lausn Flugleiða.

Þessa dagana er unnið að sölu- og markaðsstarfi WAPorizer erlendis, en ekki er vitað um annan hugbúnað sem býður upp á sambærilega möguleika og búnaður Dímons.