[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
VENGABOYS er hljómsveit með fjórum meðlimum, tveimur strákum og tveimur stelpum.

VENGABOYS er hljómsveit með fjórum meðlimum, tveimur strákum og tveimur stelpum. Hún heitir Vengaboys af því að upprunalega samanstóð hún af tveimur plötusnúðum sem heita Danski og DJ Delmundo, þeir hafa verið að síðan árið 1992 þegar þeir héldu diskótek um allan Spán. Þeir hittu hina meðlimina fjóra í strandpartíi.

Plötusnúðarnir sem nú semja allt fyrir Vengaboys eru frá Hollandi en hinir meðlimirnir eru frá hinum ýmsu löndum; Kim er frá Brasilíu, Roy er frá Spáni, Denise er frá Ungverjalandi en Yorick frá Hollandi. Yorick tók við af vini sínum sem fékk nóg af því að vera frægur eftir að fyrsta plata Vengaboys kom út sem heitir The Party Album. Kim og Denise unnu báðar sem söngkonur og dansarar, Roy var dansari en Yorick var höfrungaþjálfari. Það sést líka í myndböndunum þeirra og á sviði að þau eru öll mjög góðir dansarar og svo eru þau náttúrulega líka góðir söngvarar. Mér hefur verið sagt að það sé frábært að sjá þau á tónleikum.

Allir í hljómsveitinni hafa sinn stíl; Kim er hermaðurinn, Denise er diskó-gellan, Roy er kúrekinn og Yorick er sjóarinn.

The Party Album innihélt marga góða smelli s.s. Boom Boom Boom Boom!!! sem komst á toppinn í Englandi og Hollandi, We like to party og We're going to Ibiza.

The Platinum Album inniheldur tíu lög sem öll eru í svipuðum takti. Svo er þetta líka CD-rom diskur, en þá getur þú séð myndbandið við lagið Kiss (When the sun don't shine), sem er fyrsta smáskífa Vengaboys af þessari plötu og einnig getur þú séð gerð myndbandsins við sama lag. Þú getur einnig náð í "screensaver" og þú getur einnig fengið vefföng að leynisíðum á netinu. Það eru búnar að koma tvær smáskífur af þessum diski en þær eru Kiss (When the sun don't shine) sem fór á toppinn í mörgum löndum, og Shalala Lala sem fór beint í þriðja sætið á breska smáskífulistanum.

Bestu lögin á þessum diski eru Shalala Lala (og eflaust eru margir sammála mér um það að myndbandið við það lag er mjög skemmtilegt), Cheekah Bow Bow (that computersong) er mjög skemmtilegt lag en það er mjög frábrugðið hinum lögunum, þetta lag kom mér mjög á óvart þar sem ég bjóst ekki alveg við svona, því það er ekki sungið heldur er búin til rödd í tölvu. Skinnydippin' er einnig mjög skemmtilegt með mjög skemmtilegum texta og ég myndi vilja sjá myndband við það lag.

Annars er mjög erfitt að gera upp á milli laganna, mér finnst eiginlega engin lög leiðinleg. Nema þá helst Your place or mine?, sem er í rólegra kantinum en það er samt ekkert voða rólegt og svo er lagið Opus 3 in D# ekkert sérstakt heldur af því að mér finnst lög sem er ekkert sungið í ekkert sérstök.

Það er sungið í öllum lögunum nema Opus 3 in D# og 48 hours.

Í heildina er þetta mjög góður diskur til að dansa við því að flest lögin eru mjög fjörug og með góðum danstakti nema lagið Forever as one, sem er mjög rólegt en það er mjög skemmtileg laglína í því. Mjög auðvelt er að læra lögin, eða allavega viðlögin sem eru mjög grípandi eins og flestir kannast við úr lögunum þeirra, textarnir eru líka mjög skemmtilegir og vel samdir.

Vengaboys er greinilega hljómsveit næstu aldar og þetta verður ábyggilega með bestu geisladiskum ársins 2000.

Ég mæli eindregið með The Platinum Album. Hún er góð fyrir partí eða þegar maður er að laga til. Ef þið eruð að leita ykkur að eigulegum diski, ekki hika við að fara út í búð og kaupa ykkur The Platinum Album.