Fjölmargar konur  tóku þátt í hár- og tískusýningu kvöldsins.
Fjölmargar konur tóku þátt í hár- og tískusýningu kvöldsins.
HÚSFYLLIR var á konukvöldi sem haldið var á Club67 í Hveragerði nú nýverið. Að loknum glæsilegum kvöldverði sem Tryggvi Sigurðsson átti heiðurinn af söng Halldóra Steindórsdóttir nokkur lög fyrir gestina.

HÚSFYLLIR var á konukvöldi sem haldið var á Club67 í Hveragerði nú nýverið. Að loknum glæsilegum kvöldverði sem Tryggvi Sigurðsson átti heiðurinn af söng Halldóra Steindórsdóttir nokkur lög fyrir gestina. Stór hópur kvenna á öllum aldri tók síðan þátt í viðamikilli hár og tískusýningu sem Hársnyrtistofan Ópus og Heilsuhæðin sáu um. Endahnútinn á skemmtunina hnýtti síðan karlkyns dansari. Kynnir kvöldsins var Arngrímur Baldursson. Club67 er nýopnaður skemmtistaður í Hveragerði sem rekinn er í tengslum við Pizza67 þar í bæ. Með tilkomu þessa nýja salar gefst eigendum kærkomið tækifæri til að auka þjónustu staðarins og bjóða uppá enn fjölbreyttari skemmtanir en áður var mögulegt.

Fjölmargar konur á öllum aldri tóku þátt í hár- og tískusýningu kvöldsins.