Í VOR hefur Skógræktarfélag Íslands gengist fyrir hagnýtum skóg- og trjáræktarnámskeiðum fyrir áhugafólk. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Björn Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, en hann hefur mikla reynslu af skógrækt á jörð sinni, Sólheimum í Landbroti.

Í VOR hefur Skógræktarfélag Íslands gengist fyrir hagnýtum skóg- og trjáræktarnámskeiðum fyrir áhugafólk. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Björn Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, en hann hefur mikla reynslu af skógrækt á jörð sinni, Sólheimum í Landbroti.

Á námskeiðunum leiðbeinir Björn ræktunarfólki varðandi verkfæri og áhöld, gróðursetningu, áburðargjöf, illgresiseyðingu og umhirðu svo nokkur helstu atriði séu nefnd. Hann leggur mikla áherslu á að fólk setji sér markmið í upphafi ræktunarinnar. Allir eigi að geta ræktað fallegan útivistarskóg á skömmum tíma með því að beita réttum vinnubrögðum.

Námskeiðin hafa verið afar fjölsótt, ekki síst af sumarhúsaeigendum. Því hefur verið ákveðið að bæta við námskeiði dagana 3. og 4. maí og ættu áhugasamir að hafa samband við Skógræktarfélag Íslands. Þessi námskeið eru hluti af samstarfi Skógræktarfélags Íslands og Búnaðarbanka Íslands.