"ÞAÐ meldaði enginn tígul, var það nokkuð," segir makker um leið og hann slengir tígulfimmunni á borðið. Kóngurinn kemur upp í blindum og þú liggur með ÁD á eftir í austur. Gott hjá makker.

"ÞAÐ meldaði enginn tígul, var það nokkuð," segir makker um leið og hann slengir tígulfimmunni á borðið. Kóngurinn kemur upp í blindum og þú liggur með ÁD á eftir í austur. Gott hjá makker.

Norður
104
D852
K82
ÁD105

Austur
875
Á1093
ÁD73
83

Vestur Norður Austu r Suður
-- -- -- 1 spaði
Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu
Pass 4 hjörtu Allir pass

Lesandinn er sem sagt í hlutverki austurs í vörn gegn fjórum spöðum. Sagnhafi stingur upp tígulkóng, sem þú drepur og tekur næst á tíguldrottningu. Makker - útspilsséníið - lætur fjarkann í þann slag, sem bendir til að hann hafi byrjað með fjórlit, því reglan er að spila þriðja/fimmta frá lengd. Þú býst við að fá tvo slagi á tromp, en samt er rétt að íhuga hvort einhver hætta sé á ferðum. Eða hverju á að spila í þriðja slag?

Ef makker á fjóra tígla, þá er suður með tvo, svo þar er ekkert meira að hafa. Helsta hættan í spilinu er sú að skipting suðurs sé 5-5-2-1. Ef þú spilar tígli áfram mun suður trompa og spila litlu trompi að drottningu blinds:

Norður
104
D852
K82
ÁD105
Vestur Austur
G63 875
-- Á1093
G954 ÁD73
KG7642 83
Suður
ÁKD92
KG764
106
9

Legan upplýsist og sagnhafi kemst tvisvar inn í borð (á laufás og með spaðatrompun) til að svíða af þér 109 í trompinu. Við þessu þarf að bregðast og það er gert með því að spila laufi í þriðja slag, beint upp í gaffalinn. Þar með fer ein innkoma blinds fyrir lítið, því jafnvel þótt suður kunni að gruna þig um græsku, þá fer hann varla að spila trompi strax á sjöuna heima.