(Brot) Mig varðar það litlu hvort langt eða skammt mér leiðin sé ákvörðuð hér. En hitt er mér kappsmál, að komast það samt, sem kraftar og tíð leyfa mér.

(Brot)

Mig varðar það litlu hvort langt eða skammt

mér leiðin sé ákvörðuð hér.

En hitt er mér kappsmál, að komast það samt,

sem kraftar og tíð leyfa mér.

Sé hvíldin uppynging þess krafts, sem eg á,

og kvaddur til starfa ég verð:

Þér, morgunn, er óhætt að ætla mér þá

ögn örðugri og jafnlengri ferð.

Stephan G. Stephansson.