FÉLAGSFRÆÐINGAFÉLAG Íslands efnir til hádegisfundar þriðjudaginn 18. apríl í Odda, stofu 201, um húsnæðismál kl. 12.

FÉLAGSFRÆÐINGAFÉLAG Íslands efnir til hádegisfundar þriðjudaginn 18. apríl í Odda, stofu 201, um húsnæðismál kl. 12. Á fundinum mun Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, fjalla um efnið "Íslenska húsnæðiskerfið í alþjóðlegu samhengi".

Jón Rúnar hefur nýlega sent frá sér bókina "Society, Urbanity and Housing in Iceland" þar sem hann m.a. veltir fyrir sér stöðu íslenskra húsnæðismála í erlendum samanburði, ekki síst sjálfseignar- og sjálfsbjargarstefnu Íslendinga. Í erindi sínu mun Jón Rúnar fjalla um sérstöðu og séreinkenni húsnæðismála á Íslandi og velta fyrir sér bæði skyldleika og frábrigðileika við Norðurlönd og engilsaxneskar þjóðir.

Fundurinn er opinn öllum meðan húsrúm leyfir. Fundarstjóri verður Helgi Gunnlaugsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands.