Hannes Hlífar Stefánsson sigraði á 19. alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu. Hannes Hlífar fór taplaus í gegnum mótið og hlaut sjö og hálfan vinning af níu mögulegum. Alþingi hefur samþykkt lög um hækkun skattleysismarka og persónuafsláttar.

Hannes Hlífar Stefánsson sigraði á 19. alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu. Hannes Hlífar fór taplaus í gegnum mótið og hlaut sjö og hálfan vinning af níu mögulegum.

Alþingi hefur samþykkt lög um hækkun skattleysismarka og persónuafsláttar. Persónuafsláttur verður 2,75% árið 2003 í stað 2,25% nú.

Ernir Snorrason, einn af stofnendum Íslenskrar erfðagreiningar, hefur stefnt deCODE genetics fyrir dómstól í Bandaríkjunum. Ernir fer fram á útgáfu deCODE á 256.637 bréfum í fyrirtækinu til sín.

Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum, þess efnis að umhverfisráðherra geti ákveðið að framkvæmdir skuli sæta mati á umhverfisáhrifum, stangist á við eignarréttar- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar.

FBA hefur ákveðið að bjóða hluthöfum sínum að kaupa eignarhlut bankans í deCODE genetics þegar bréfin verða skráð á Nasdaq. Um er að ræða 625.000 hluti og bókfært verð hlutabréfa í deCODE nú um 15 dollarar hver hlutur.

Togskipið Beitir landaði fyrsta kolmunnanum sem veiðist innan íslensku lögsögunnar á þessu ári, 500 tonnum, sem skipið fékk í Rósagarðinum.