Áfrýjunardómstóll á Florida kyrrsetti kúbverska drenginn Elian Gonzalez á fimmtudag en áður hafði frændi hans, Lazaro Gonzalez, virt að vettugi skipun Janet Reno dómsmálaráðherra um að afhenda hann yfirvöldum.

Áfrýjunardómstóll á Florida kyrrsetti kúbverska drenginn Elian Gonzalez á fimmtudag en áður hafði frændi hans, Lazaro Gonzalez, virt að vettugi skipun Janet Reno dómsmálaráðherra um að afhenda hann yfirvöldum. Margt fólk af kúbverskum ættum fagnaði úrskurðinum en yfirvöld ætla að fara sér hægt þar til dómstólar hafa úrskurðað um kyrrsetninguna. Var búist við, að það gæti tekið einhverjar daga.

Í nýrri skýrslu frá IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og Alþjóðabankanum segir, að bjart sé framundan í efnahagslífi heimsins og er því spáð, að hagvöxtur verði til jafnaðar 4,2% á þessu ári. Í skýrslunni er einnig brugðist hart til varnar alþjóðavæðingunni, sem er sögð öflugt tæki til að jafna lífskjör allra jarðarbúa. Helsta áhyggjuefnið er ofmat á hlutabréfum á bandarískum markaði en vegna þess er hætt við harkalegri leiðréttingu og afturkippi.

Kosningar voru víða í síðustu viku. Í Grikklandi hélst stjórn sósíalista naumlega velli og í Georgíu var Eduard Shevardnadze endurkjörinn forseti. Þar voru uppi ásakanir um misferli og ekki síður í Perú þar sem koma mun til annarrar umferðar í forsetakosningunum milli Albertos Fujimoris, núverandi forseta, og helsta keppinauts hans, Alejandros Toledos.