RÚMLEGA 100.000 manns hafa flúið heimili sín á suðurhluta Filippseyja vegna átaka hersins og múslimskra uppreisnarmanna (MIFL) undanfarna daga. Hátt í hundrað manns, flestir þeirra uppreisnarmenn, hafa látið lífið í átökunum. Til átakanna kom sl.

RÚMLEGA 100.000 manns hafa flúið heimili sín á suðurhluta Filippseyja vegna átaka hersins og múslimskra uppreisnarmanna (MIFL) undanfarna daga. Hátt í hundrað manns, flestir þeirra uppreisnarmenn, hafa látið lífið í átökunum.

Til átakanna kom sl. laugardag er herinn reyndi að hrekja uppreisnarmennina frá fimm bæjum í héraðinu Lanao del Norte. Fjöldi fólks hefur í kjölfarið leitað skjóls í flóttamannabúðum. Herinn hefur þegar náð á sitt vald níu varðstöðvum uppreisnarmanna sem eru staðsettar í nágrenni við aðalbúðir þeirra, Camp Bilal.

Að sögn Casan Maquiling, borgarstjóra í bænum Munai, var enn barist þar hart í lok vikunnar og sagði hann 80% íbúa hafa flúið. "Við höfum flutt óbreytta borgara á öruggari staði," sagði hann og kvað átökin þau hörðustu til þessa.

MILF hefur barist fyrir sjálfstæðu íslömsku ríki á suðurhluta Filippseyja frá því 1978 og hafa þeir komið sér upp "skuggamála" ríkisstjórn í sumum afskekktari þorpum eyjanna.

Baloi. AFP.