Flugfélagið GO airlines flýgur í sumar fjórum sinnum í viku til Íslands.
Flugfélagið GO airlines flýgur í sumar fjórum sinnum í viku til Íslands.
Reykjavík er vinsælasti áfangastaður þeirra sem bóka flug sitt á Netinu með lágfargjaldaflugfélaginu Go sem er í eigu breska flugfélagsins British Airways.

Reykjavík er vinsælasti áfangastaður þeirra sem bóka flug sitt á Netinu með lágfargjaldaflugfélaginu Go sem er í eigu breska flugfélagsins British

Airways. Samkvæmt upplýsingum frá Go hafa 60% þeirra sem ætla sér að fljúga með Go til Íslands í sumar, keypt flug í gegn um Netið á heimasíðu félagsins undir slóðinni www.go-fly.com.

Jenny Taylor, sölustjóri netsviðs og markaðsstjóri Go, segir þetta ekki koma algjörlega á óvart. "Við höfum orðið vör við að algengara er að flug á áfangastaði okkar á norðlægum slóðum sé bókað á Netinu. Farþegar í flugi okkar til og frá borgum á borð við Kaupmannahöfn og Edinborg eru líklegri til að bóka á Netinu en farþegar sem fljúga milli Bretlands og Suður-Evrópu."

Go-flugfélagið flýgur til 18 áfangastaða frá Stansted-flugvelli í London og bóka 45% farþega flug sitt á Netinu að meðaltali. Go mun fljúga til og frá Íslandi frá og með 25. maí næstkomandi. Go-flugfélagið hefur gert samning við fyrirtækið Kynning og markaður, KOM ehf., um

umsjón kynningarmála flugfélagsins á Íslandi.

Morgunblaðið. London.