Gísli Ólafsson í hinum nýja sal ÁG Mótorsports.
Gísli Ólafsson í hinum nýja sal ÁG Mótorsports.
OPNUÐ hefur verið verslun í tengslum við réttingaverkstæði Árna Gíslasonar á Tangarhöfða í Reykjavík. Verslunin heitir ÁG Mótorsport og sérhæfir sig í hvers kyns vörum sem tengjast mótorsporti og aukahlutum á bíla sem gera þá sérstakari en ella.

OPNUÐ hefur verið verslun í tengslum við réttingaverkstæði Árna Gíslasonar á Tangarhöfða í Reykjavík. Verslunin heitir ÁG Mótorsport og sérhæfir sig í hvers kyns vörum sem tengjast mótorsporti og aukahlutum á bíla sem gera þá sérstakari en ella.

Verkstæði Árna Gíslasonar hefur verið starfrækt 46 ár og er það eitt af elstu fyrirtækjunum í greininni. "Það hefur verið gæluverkefni hjá yngri kynslóðinni í fyrirtækinu að opna svona verslun. Við höfum flutt inn ýmsar vörur fyrir sjálfa okkur. Það hefur spurst út og þróast út í pöntunarþjónustu og núna ákváðum við að stíga skrefið til fulls," segir Gísli Ólafsson, hjá ÁG Mótorsporti.

ÁG Mótorsport er með ljósahlífar á bíla, vindskeiðar, felgur, stýri og gírhnúða svo eitthvað sé nefnt. Gísli segir að það hafi sýnt sig að það sé markaður fyrir vöru af þessu tagi. Langflestir bílar sem fara frá umboðunum eru á einhver hátt breyttir, t.a.m. með vindskeiðum, krómpústi, öðru vísi speglum, breyttu grilli eða samlitum stuðurum. "Það eru peningar í þjóðfélaginu og bílkaupendur eru tilbúnir til að eyða hluta af þeim í bílinn sinn til þess að gera hann sérstakan," segir Gísli.

Þá hefur fyrirtækið hafið innflutning á kartbílum frá Bretlandi í gegnum Martin Hayes, sem er heimsmeistari í Formula 3 kappakstri. Gísli segir að Hayes smíði kartbílana sjálfur í samvinnu við McLaren. Bílarnir eru allir handsmíðaðir og kostuðu fyrir vörugjaldsbreytinguna 480.000 kr. og náðu 170 km hraða á klst. Gísli segir að mikill áhugi sé fyrir karti núna og þegar séu komnir út á markaðinn um 50 bílar. Í sumar verði opnuð kartbraut á Suðurnesjunum og í undirbúningi sé bygging brautar á Akranesi og Akureyri.