HVÖSS norðanátt, sem gerði ýmsum skráveifu á föstudag og aðfaranótt laugardags, hefur gengið niður og hvergi orðið meiriháttar tjón. Einhvers staðar fuku þó þakplötur og fleira smálegt.

HVÖSS norðanátt, sem gerði ýmsum skráveifu á föstudag og aðfaranótt laugardags, hefur gengið niður og hvergi orðið meiriháttar tjón. Einhvers staðar fuku þó þakplötur og fleira smálegt.

Flug innanlands féll niður seinnipart föstudags, en á laugardagsmorgun var flogið til allra áfangastaða.

Samkvæmt veðurspá verður hæg norðaustlæg átt í dag, víðast léttskýjað og frost 0 til 7 stig, kaldast inn til landsins. Næstu daga er reiknað með hægu veðri, björtu en köldu, og éljum allra syðst og austast þegar líða fer á vikuna.