LÉTTSVEIT Kvennakórs Reykjavíkur býður til opinnar æfingar í Ými á þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Margir kórar koma saman þetta kvöld en aðaltilefnið er koma kórsins Cantemus frá háskólabænum Lundi.

LÉTTSVEIT Kvennakórs Reykjavíkur býður til opinnar æfingar í Ými á þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Margir kórar koma saman þetta kvöld en aðaltilefnið er koma kórsins Cantemus frá háskólabænum Lundi. Cantemus kórinn er blandaður óháður kór í Lundi stofnaður 1987. Í honum syngja um 30 manns og er stjórnandi kórsins Sigward Ledel organisti í St. Knuts kirkju í Lundi. Cantemus syngur bæði kirkjulega og veraldlega tónlist. Á þriðjudagskvöldið koma fram Stúlknakór Bústaðakirkju og Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur. Píanóleikari Léttsveitarinnar er Aðalheiður Þorsteinsdóttir.