ÞRÍR karlmenn um og yfir tvítugt voru í haldi lögreglunnar í Keflavík í gær vegna láts nítján ára stúlku þar í bæ í fyrrinótt.

ÞRÍR karlmenn um og yfir tvítugt voru í haldi lögreglunnar í Keflavík í gær vegna láts nítján ára stúlku þar í bæ í fyrrinótt.

Klukkan 4:35 aðfaranótt laugardags barst lögreglunni í Keflavík tilkynning um að ung kona væri með alvarlega áverka eftir bitvopn á heimili sínu í Keflavík. Konan var flutt með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi þar sem hún lést skömmu síðar.

Lögreglan handtók í gærmorgun tvítugan mann sem kom á heimili hinnar látnu þá um morguninn. Er hann grunaður um að hafa veitt stúlkunni umrædda áverka í gleðskap á heimili hennar um nóttina. Þá voru tveir karlmenn aðrir handteknir vegna málsins sem hugsanleg vitni.

Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærdag stóð yfir vettvangsrannsókn og undirbúningur að fyrirtökum. Þórir Maronsson, yfirlögregluþjónn, sagði að rannsókn málsins miðaði vel.