VORBOÐARNIR birtast nú hver á fætur öðrum í náttúrunni, eftir því sem sólin hækkar á lofti og dagurinn lengist. Sést munur dag frá degi.
VORBOÐARNIR birtast nú hver á fætur öðrum í náttúrunni, eftir því sem sólin hækkar á lofti og dagurinn lengist. Sést munur dag frá degi. Þingvallavatn er nú óðum að brjóta af sér klakabönd vetrarins og ísflekar af öllum stærðum og gerðum fljóta um vatnið, eins og myndin sem ljósmyndarinn tók á flugi yfir sumarhúsabyggð í Grafningnum ber með sér.