Stærð: 1.566.000 ferkílómetrar (15 sinnum stærra en Ísland). Íbúafjöldi: 2.380.000. Höfuðborg: Úlan Bator (jafnan talin kaldasta höfuðborg heims). Tungumál: Mongólska, rússneska, kínverska.

Stærð:

1.566.000 ferkílómetrar (15 sinnum stærra en Ísland).

Íbúafjöldi: 2.380.000.

Höfuðborg: Úlan Bator (jafnan talin kaldasta höfuðborg heims).

Tungumál: Mongólska, rússneska, kínverska.

Stjórnkerfi: Landinu er skipt upp í 21 hérað sem nefnast "æmak" á mongólsku auk þess sem höfuðborgin nýtur sjálfsstjórnar.

Þéttbýli/dreifbýli: 51,9% þjóðarinnar búa í þéttbýli en 48,1% í dreifbýli. Rúmur fjórðungur þjóðarinnar býr í Úlan Bator. Aðrir helstu þéttbýlisstaðir eru Darhan (um 90.000 íbúar) og Erdenet (um 65.000 íbúar).

Trúarbrögð: Tíbetskur búddismi, múhameðstrú, andatrú, kristnum fer fjölgandi.

Þjóðin: Rúm 86% þjóðarinnar eru svonefndir Khalk Mongólar. Rússar voru áður fjölmennir en eru flestir fluttir burt.

Stjórnarform: Lýðræði. 76 fulltrúar sitja á þingi.

Gjaldmiðill: Túgrík. (um 1.000 túgrík eru í einum Bandaríkjadollar).

Aldurssamsetning: Mongólska þjóðin er óvenjulega ung. Rúm 60% þjóðarinnar eru yngri en 30 ára og 40% Mongóla eru undir 16 ára aldri.

Meðaltekjur heimila: Um 73 Bandaríkjadalir á mánuði eða rúmar 5.000 krónur (tölur frá í sept. 1997).

Fátækt: Samkvæmt opinberum tölum draga 36,8 % þéttbýlisbúa fram lífið undir fátæktarmörkum en 27,5% landsbyggðarfólks.

Utan ættjarðar: Rúmar fjórar milljónir Mongóla búa utan Mongólíu, flestir í Rússlandi og Innri-Mongólíu sem Kínverjar ráða.