Hajime Kobayashi, yfirmaður söludeildar Isuzu í Evrópu, afhendir Júlíusi Vífli Ingvarssyni, framkvæmdastjóra Bílheima, viðurkenningarskjöldinn. Júlíusi á vinstri hönd er Hannes Strange, sölustjóri Bílheima.
Hajime Kobayashi, yfirmaður söludeildar Isuzu í Evrópu, afhendir Júlíusi Vífli Ingvarssyni, framkvæmdastjóra Bílheima, viðurkenningarskjöldinn. Júlíusi á vinstri hönd er Hannes Strange, sölustjóri Bílheima.
BÍLHEIMAR hf., umboðsaðili Isuzu, Opel og GM, hefur fengið viðurkenningu frá höfuðstöðvum Isuzu í Japan fyrir mestu söluaukningu á Isuzu-bílum á síðasta ári.
BÍLHEIMAR hf., umboðsaðili Isuzu, Opel og GM, hefur fengið viðurkenningu frá höfuðstöðvum Isuzu í Japan fyrir mestu söluaukningu á Isuzu-bílum á síðasta ári. Í bréfi frá Taksehi Inoh, forstjóra Isuzu, lýsir hann yfir ánægju með að 525 Isuzu-bílar seldust hér á landi á síðasta ári og þakkar Júlíusi Vífli Ingvarssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, fyrir frábæran árangur. Hajime Kobayashi, yfirmaður söludeildar Isuzu í Evrópu, kom hingað til lands í vikunni og afhenti Júlíusi Vífli skjöld gerðan úr kristal þar sem fyrirtækinu er þökkuð þessi góða sala. Kobayashi sagði í samtali við Morgunblaðið að árangur Bílheima væri eftirtektarverður í ljósi þess hve fámenn þjóð byggði þetta land. Til samanburðar væri salan á Isuzu Trooper, sem er meginsölubíll Bílheima af Isuzu-gerð, á Ítalíu um 1.000 bílar.