MARKAÐS- og auglýsingamenn Jaguar glöddust mikið þegar þeir sáu nýjasta myndband Stings. Á myndbandinu situr tónlistarmaðurinn í aftursæti Jaguar S-bíls á ferð um Nevada-eyðimörkina og syngur lagið Eyðimerkurrós.
MARKAÐS- og auglýsingamenn Jaguar glöddust mikið þegar þeir sáu nýjasta myndband Stings. Á myndbandinu situr tónlistarmaðurinn í aftursæti Jaguar S-bíls á ferð um Nevada-eyðimörkina og syngur lagið Eyðimerkurrós. Í framhaldinu tókust samningar með Sting og Jaguar og sýnir framleiðandinn núna 30 og 60 sekúndna myndskeið úr myndbandinu sem auglýsingu í Bandaríkjunum. Jaguar segir að þátttaka Stings komi eins og himnasending nú þegar fyrirtækið leitar nýrri og yngri markhóps en í Evrópu hafa sumar gerðir Jaguar verið í hættu á að fá á sig stimpilinn bíll gamla mannsins.