ALLS fluttu 572 umfram brottflutta til höfuðborgarsvæðisins á fyrsta fjórðungi ársins, skv. tölum Hagstofu Íslands, 368 af landsbyggðinni og 204 frá útlöndum.

ALLS fluttu 572 umfram brottflutta til höfuðborgarsvæðisins á fyrsta fjórðungi ársins, skv. tölum Hagstofu Íslands, 368 af landsbyggðinni og 204 frá útlöndum. Þetta jafngildir því að sex manns hafi flust til höfuðborgarsvæðisins á degi hverjum fyrstu þrjá mánuði ársins.

Í öðrum landshlutum, nema á Suðurnesjum, voru brottfluttir fleiri en aðfluttir. Flestir, eða 87, fluttu frá Norðurlandi eystra. Af einstökum sveitarfélögum fluttust flestir til Reykjavíkur, eða 212, 178 til Kópavogs, en flestir frá Akureyri, eða 42, og Vestmannaeyjum, 41.

Á fyrsta fjórðungi ársins voru skráðar 11.747 breytingar á lögheimili einstaklinga í þjóðskrá. Þar af fluttu 6.493 innan sama sveitarfélags, 3.665 milli sveitarfélaga, 960 til landsins og 629 frá því.

Á tímabilinu fluttust 331 fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Þar af voru aðfluttir Íslendingar 70 fleiri en brottfluttir og aðfluttir erlendir ríkisborgarar 261 fleiri en brottfluttir.