Margrét Júníusdóttir rjómabústýra og Hinrik Bjarnason sitjandi undir vegg Baugsstaðarjómabúsins í hléi frá kvikmyndatöku snemmsumars 1969
Margrét Júníusdóttir rjómabústýra og Hinrik Bjarnason sitjandi undir vegg Baugsstaðarjómabúsins í hléi frá kvikmyndatöku snemmsumars 1969
MARGRÉT Júníusdóttir hafði verið rjómabústýra á öðrum stöðum á landinu í 20 ár þegar hún kom að Baugsstaðabúinu. Stofnfundur rjómabúsins þar var 8. október 1904. Rjómabússkálinn sem byggður var fyrir búið stendur enn.

MARGRÉT Júníusdóttir hafði verið rjómabústýra á öðrum stöðum á landinu í 20 ár þegar hún kom að Baugsstaðabúinu. Stofnfundur rjómabúsins þar var 8. október 1904. Rjómabússkálinn sem byggður var fyrir búið stendur enn. Margrét starfaði samfleytt við rjómabú hátt á fimmta áratug. Árið 1907 fór hún í mjólkurskólann á Hvítárvöllum eftir að hafa starfað við rjómabúið á Baugstöðum um tíma og vann síðan á rjómabúum á Suðurlandi og á Jótlandi þar til hún tók við forstöðu Baugsstaðabúsins 1927. Hún var forstöðukona þess alla tíð sem það starfaði eftir það, nokkru fram yfir seinni heimstyrjöld. Til gamans má geta þess að Margrét bjó til, á þeim rjómabúum sem hún starfaði við, smjör sem nam 217.460 kílógrömmum, þar af gerði hún um helming þessa smjörfjalls á Baugsstaðabúinu.

Margrét fæddist á Syðra-Seli 19. nóvember 1882 en missti móður sína í mannskaðaveðri árið eftir og ólst upp hjá ömmu sinni Margréti Gísladóttur á Syðra-Seli. Hún þótti mjög dugleg rjómabústýra og hafði auk annarra starfa með höndum alla reikningsfærslu fyrir Baugsstaðabúið. Svo atorkusöm var Margrét við rjómabússtjórnina að hún tók sér aldrei tíma til að fara í sumarleyfi meðan hún stjórnaði rjómabúinu á Baugsstöðum við Stokkseyri.