Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, opnar Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands ehf. að viðstöddu fjölmenni.
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, opnar Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands ehf. að viðstöddu fjölmenni.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í VIKUNNI var opnuð Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands ehf. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, opnaði formlega miðstöðina sem er í nýlegu húsi við Brúartorg í Borgarnesi.

Í VIKUNNI var opnuð Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands ehf. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, opnaði formlega miðstöðina sem er í nýlegu húsi við Brúartorg í Borgarnesi.

"Miðstöðinni er ætlað að vera ákveðin móðurstöð allra upplýsingastöðva á Vesturlandi og veita innlendum og erlendum ferðamönnum upplýsingar um ferðaþjónustu á Vesturlandi sem og á landsvísu," segir Sigríður Hrönn Theodórsdóttir, ferðamálafulltrúi. "Staðsetning er mjög góð, á sjálfu Brúartorgi, en hér stoppa yfirleitt allir ferðamenn og rútur sem fara um Borgarnes. Þetta er því kjörin staðsetning til að ná í ferðamenn og beina þeim á falleg svæði og veita upplýsingar um hvað ferðaþjónustuaðilar hér hafa upp á að bjóða."

Sigríður Hrönn segir að hlutverk miðstöðvarinnar verði einnig að sjá um sameiginlegt markaðsstarf landshlutans í ferðaþjónustu. "Ég vona að samvinnan eigi eftir að aukast og að flóðið af litlu ferðabæklingunum minnki enn frekar. Ég vænti þess að ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi muni láta vita af sér hér, þ.e.a.s. hvað er að gerast og ef einhverjar breytingar eiga sér stað."