JACQUES Nasser yfirmaður Ford fékk ríkulega launað fyrir forystustörf sín hjá bílarisanum á síðasta ári. Samkvæmt frétt í Automotive News námu heildarlaun hans 13 milljónum dollara, eða tæpum 957 milljónum ÍSK.
JACQUES Nasser yfirmaður Ford fékk ríkulega launað fyrir forystustörf sín hjá bílarisanum á síðasta ári. Samkvæmt frétt í Automotive News námu heildarlaun hans 13 milljónum dollara, eða tæpum 957 milljónum ÍSK. Honum voru greiddar 1,5 milljónir dollara í fastalaun á árinu, rúmar 110 milljónir ÍSK, og fékk auk þess bónusgreiðslur og hlutabréf í sinn hlut. Bónusgreiðslur Nassers jukust um 34% frá árinu 1998, sem endurspeglar aukið vægi hans í hnattvæðingu fyrirtækisins.