CANTEMUS-kórinn frá Lundi í Svíþjóð heldur tónleika í Eyrarbakkakirkju á morgun, mánudag, kl. 20. Fluttir verða m.a. evrópskir miðaldasöngvar, sænskir sumarsöngvar og Gloria eftir Adolpho Adam.

CANTEMUS-kórinn frá Lundi í Svíþjóð heldur tónleika í Eyrarbakkakirkju á morgun, mánudag, kl. 20. Fluttir verða m.a. evrópskir miðaldasöngvar, sænskir sumarsöngvar og Gloria eftir Adolpho Adam. Jóhanna Þórhallsdóttir syngur einsöng en stjórnandi kórsins er Siegward Ledel.

Í Cantemus-kórnum eru söngvarar af ýmsum þjóðernum. Meðal kórfélaga eru Íslendingar búsettir í Lundi og nágrenni og hafa þeir undirbúið komu kórsins til Íslands.