JAZZBALLETTSKÓLI Báru heldur nemendadag í Borgarleikhúsinu mánudaginn 17. apríl. Tvær sýningar verða að þessu sinni kl. 17.30 og 19.30.

JAZZBALLETTSKÓLI Báru heldur nemendadag í Borgarleikhúsinu mánudaginn 17. apríl. Tvær sýningar verða að þessu sinni kl. 17.30 og 19.30.

Um 300 nemendur munu stíga á sviðið og segir í tilkynningu að mikil fjölbreytni einkenni sýninguna og sé kvikmyndatónlistin þema hennar. Nemendur frá 1. stigi upp í 6. stig á aldrinum 7 til 20 ára munu sýna. Miðasala er í Borgarleikhúsinu.