18. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 136 orð

Tap hjá Íslandspósti

TAP varð af rekstri Íslandspósts hf. á síðasta ári sem nemur 59 milljónum króna. Tap af reglulegri starfsemi nam 98 milljónum króna. Annað starfsár Íslandspósts hf.
TAP varð af rekstri Íslandspósts hf. á síðasta ári sem nemur 59 milljónum króna. Tap af reglulegri starfsemi nam 98 milljónum króna.

Annað starfsár Íslandspósts hf. einkenndist af miklum breytingum á innra starfi fyrirtækisins og uppbyggingu á nýjum dreifingarleiðum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Íslandspósti og kostnaður vegna aðlögunar, uppbyggingar og breytinga varð meiri á síðasta ári en áætlað var.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að útþensla höfuðborgarsvæðisins og þensla á vinnumarkaði hafa valdið fyrirtækinu erfiðleikum og leiddu m.a. til mikillar starfsmannaveltu og erfiðleika við að manna stöður á síðasta ári.

Opnuð var ný póstmiðstöð í Reykjavík á árinu og nýjar dreifingarmiðstöðvar á nokkrum stöðum í borginni tóku til starfa á sama tíma og unnið var að skipulagningu og uppbyggingu á nýju dreifingarkerfi með tilraunaakstri með ábyrgðarbréf og böggla að kvöldlagi heim til viðtakenda.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.