10. maí 2000 | Íþróttir | 100 orð

Einar Örn til Hauka

EINAR Örn Jónsson, handknattleiksmaður hjá Val, er á leið til Íslandsmeistara Hauka. Einar, sem er örvhentur og leikur stöðu hægri hornamanns, hefur leikið allan sinn feril með Hlíðarendaliðinu.
EINAR Örn Jónsson, handknattleiksmaður hjá Val, er á leið til Íslandsmeistara Hauka. Einar, sem er örvhentur og leikur stöðu hægri hornamanns, hefur leikið allan sinn feril með Hlíðarendaliðinu. Gert er ráð fyrir að hann muni fylla skarð Gylfa Gylfasonar, en allar líkur eru á að hann sé á leið til náms í Þýskalandi.

Einar Örn er annar hornamaðurinn sem yfirgefur lið Vals - á dögunum gekk Davíð Ólafsson í raðir Gróttu/KR. Valsmenn fá hins vegar til baka snjallan hornamann en eins og fram hefur komið hefur Valdimar Grímsson gert samning við Val og gengur til liðs við sína gömlu félaga í sumar.

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.