12. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 114 orð

Klébergsskóli er ári eldri

TVEIR grunnskólar borgarinnar halda 70 ára afmæli sitt um þessar mundir; Austurbæjarskóli og Klébergsskóli á Kjalarnesi. Klébergsskóli heldur upp á afmælið í lok 70. skólaárs en Austurbæjarskóli í lok þess 69.
TVEIR grunnskólar borgarinnar halda 70 ára afmæli sitt um þessar mundir; Austurbæjarskóli og Klébergsskóli á Kjalarnesi. Klébergsskóli heldur upp á afmælið í lok 70. skólaárs en Austurbæjarskóli í lok þess 69.

Í framhaldi af frásögn Morgunblaðsins í gær um 70 ára afmæli elsta Klébergsskóla, hafa nokkrir haft samband við Morgunblaðið til að halda því fram að skólinn sé ekki eldri en Austurbæjarskóli sem einnig sé 70 ára um þessar mundir.

Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi á Fræðslumiðstöð, upplýsti að vissulega væri Klébergsskóli eldri. Hann hefði verið stofnaður haustið 1929 og héldi afmælishátíðina nú í lok 70. skólaársins. Austurbæjarskóli hefði hins vegar tekið til starfa haustið 1930 en hátíðahöld þar eru nú að hefjast í lok 69. skólaársins.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.