HÖFUÐKÚPUR, sem fundist hafa í Georgíu, hafa hugsanlega tilheyrt "fyrstu Evrópumönnunum" auk þess sem þær segja ákveðna sögu um ferðir fyrstu manntegundanna frá Afríku fyrir um tveimur milljónum ára.

HÖFUÐKÚPUR, sem fundist hafa í Georgíu, hafa hugsanlega tilheyrt "fyrstu Evrópumönnunum" auk þess sem þær segja ákveðna sögu um ferðir fyrstu manntegundanna frá Afríku fyrir um tveimur milljónum ára.

Kúpurnar eru elstu mannaleifar, sem fundist hafa á evrasíska meginlandinu, og bera ýmis afrísk einkenni. Grefur fundurinn einnig undan þeirri kenningu, að aukin kunnátta í gerð steinverkfæra hafi gert mönnum kleift að leggja land undir fót og aldurinn, 1,7 milljónir ára, bendir til, að þessi manntegund hafi komið til Georgíu ekki löngu eftir, að hún kom fram í Afríku.

Kúpurnar eru tvær og er önnur þeirra talin vera af ungum karli en hin af ungri konu. Hafa georgískir, þýskir, franskir og bandarískir vísindamenn rannsakað kúpurnar.

Á Ítalíu hefur fundist mjög brotin höfuðkúpa, sem er 900.000 ára, en þær georgísku eru miklu eldri og styðja kenninguna um "Ferðina löngu", að menn hafi fyrst farið frá Afríku til Kína og Jövu en síðar í norður og aftur í vestur. Höfuðkúpurnar eru þær fyrstu utan Afríku, sem sýna augljós, afrísk einkenni.

London. The Daily Telegraph.