LÁTINN er í Reykjavík Jón Kr. Sveinsson rafvirkjameistari. Jón fæddist 24. nóvember 1911 í Látravík í Eyrarsveit. Foreldrar hans voru Sveinn Jóhannesson, stýrimaður og húsasmíðameistari í Reykjavík, og Kristrún Jónsdóttir.

LÁTINN er í Reykjavík Jón Kr. Sveinsson rafvirkjameistari. Jón fæddist 24. nóvember 1911 í Látravík í Eyrarsveit. Foreldrar hans voru Sveinn Jóhannesson, stýrimaður og húsasmíðameistari í Reykjavík, og Kristrún Jónsdóttir.

Jón var framkvæmdastjóri Rafvirkjadeildar Sameinaðra verktaka á Keflavíkurflugvelli og stjórnarformaður fyrstu árin. Þá sat hann í stjórn Sveinafélags rafvirkja 1935-1936 og var formaður Félags löggiltra rafverktaka 1948-1953. Hann var jafnframt meðstofnandi Landssambands íslenskra rafverktaka og formaður árin 1949 til 1956, er hann hætti afskiptum af félagsmálum rafiðnaðarmanna.

Jón var meðstofnandi Félags áhugamanna um fiskirækt sem stofnað var 1966 og formaður þess fyrstu sjö árin. Hann var einnig meðstofnandi Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva sem stofnað var 1981 og formaður þess fyrstu árin. Jón stofnaði ásamt fleirum hlutafélagið Látravík árið 1965 og var í stjórn þess til dánardags. Félagið stóð fyrir því að koma upp aðstöðu til hafbeitar á laxi í Lárósi í Eyrarsveit og rak þar hafbeitarstöð til 1989, en síðan hefur aðstaða félagsins verið leigð út. Jón var rafverktaki fram á síðustu ár, en var öll sumur í Lárósi við hafbeitina.

Forseti Íslands veitti Jóni riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1984. Einnig hlaut Jón heiðurspening Knattspyrnufélags Reykjavíkur 1932 og heiðurspening Stangaveiðifélags Reykjavíkur.

Eftirlifandi eiginkona Jóns er Jórunn G. Rósmundsdóttir og áttu þau saman fimm börn. Fyrri eiginkona Jóns var Þórunn Bjarney Einarsdóttir, sem lést 17. janúar 1950, og áttu þau saman fimm börn.