Söngvarahópurinn sem Söngskólinn í Reykjavík útskrifar í vor. Aftari röð f.v. Hjálmar P. Pétursson, Auður Guðjohnsen, Sigurlaug Jóna Hannesdóttir, Garðar Cortes skólastjóri, Kristveig Sigurðardóttir, Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Jónas Guðmundsson. Fremri
Söngvarahópurinn sem Söngskólinn í Reykjavík útskrifar í vor. Aftari röð f.v. Hjálmar P. Pétursson, Auður Guðjohnsen, Sigurlaug Jóna Hannesdóttir, Garðar Cortes skólastjóri, Kristveig Sigurðardóttir, Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Jónas Guðmundsson. Fremri
TUTTUGASTA og sjöunda starfsári Söngskólans í Reykjavík er nú að ljúka og hafa hátt í 200 nemendur stundað nám við skólann í vetur. Skólaslit og afhending prófskírteina verða sunnudaginn 21. maí kl. 14.30 í Íslensku óperunni og lokatónleikar verða kl....

TUTTUGASTA og sjöunda starfsári Söngskólans í Reykjavík er nú að ljúka og hafa hátt í 200 nemendur stundað nám við skólann í vetur. Skólaslit og afhending prófskírteina verða sunnudaginn 21. maí kl. 14.30 í Íslensku óperunni og lokatónleikar verða kl. 16.

Fram koma nemendur allt frá unglingadeild til útskriftarnema. Flutt verða íslensk sönglög og erlendir ljóðasöngvar, lög úr söngleikjum og óperettum og aríur og samsöngsatriði úr óperum. Alls koma um 40 söngvarar fram ásamt píanóleikurum skólans. Skólinn útskrifar að þessu sinni fjóra nemendur með burtfararpróf og prófgráðuna AC, "Advanced Certificate": Bryndísi Jónsdóttur, Hjálmar P. Pétursson, Kristínu R. Sigurðardóttur og Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur. Þau eiga þó öll eftir lokaáfanga prófsins, einsöngstónleika. Einnig útskrifar skólinn nú einn söngkennara, Nönnu Maríu Cortes, með prófgráðuna LRSM, "Licentiate of the Royal Schools of Music". Lokapróf úr almennri deild, 8. stigi, luku átta nemendur.

Söngskólinn fær árlega prófdómara á vegum "The Associated Board of the Royal Schools of Music" í London. Að þessu sinni prófdæmdi Mark Wildman, yfirmaður söngdeildar The Royal Academy of Music í London, próf nemenda.

Innritun fyrir næsta vetur stendur yfir og verða inntökupróf miðvikudaginn 24. maí nk.