YFIR 8.000 manns skráðu sig fyrir hlutafé í Húsasmiðjunni í opnu hlutafjárútboði með áskriftafyrirkomulagi sem lauk hjá Íslandsbanka-FBA kl. 16 í gær. Útboði með tilboðsfyrirkomulagi lýkur síðdegis í dag.

YFIR 8.000 manns skráðu sig fyrir hlutafé í Húsasmiðjunni í opnu hlutafjárútboði með áskriftafyrirkomulagi sem lauk hjá Íslandsbanka-FBA kl. 16 í gær. Útboði með tilboðsfyrirkomulagi lýkur síðdegis í dag.

Í boði voru 15% hlutafjár Húsasmiðjunnar, sem eru 42.105.396 kr. að nafnverði. Gengið í útboðinu var 18,35, og því heildarverðmæti þeirra bréfa sem í boði voru 772,6 milljónir kr. Þátttakendurnir í útboðinu skráðu sig fyrir tæpum átta milljörðum kr. og var því rúmlega tíföld eftirspurn eftir hlutafé fyrirtækisins.

Íslandsbanki-FBA var umsjónaraðili útboðsins.