EKKI hefur verið byggt jafnmikið og á síðasta ári, í fermetrum talið, í Reykjavík síðan 1989. Þetta kemur fram í yfirliti um byggingarframkvæmdir sem byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið saman. Í fyrra voru byggðir yfir 200.

EKKI hefur verið byggt jafnmikið og á síðasta ári, í fermetrum talið, í Reykjavík síðan 1989. Þetta kemur fram í yfirliti um byggingarframkvæmdir sem byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið saman.

Í fyrra voru byggðir yfir 200.000 fermetrar en rúmlega 270.000 árið 1989. Stærsti hlutinn nú er íbúðarhúsnæði og svipað hlutfall er milli verslunar- og skrifstofuhúsnæðis og iðnaðar- og verslunarhúsnæðis.

Byggðar voru 598 íbúðir í fyrra en 551 íbúð 1998 og 549 íbúðir 1997. Meðalstærð íbúða í fyrra var 354 fermetrar sem er fjórum fermetrum stærra en árið 1998. Í smíðum um áramótin voru alls 633 íbúðir og þar af voru 205 fokheldar eða meira. Á árinu var hafin bygging á 565 íbúðum.