GÚSTAF Bjarnason, landsliðsmaður í handknattleik, mun leika með þýska úrvalsdeildarliðinu GWD Minden næstu tvö árin í það minnsta en eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum var hann með tilboð frá félaginu.

GÚSTAF Bjarnason, landsliðsmaður í handknattleik, mun leika með þýska úrvalsdeildarliðinu GWD Minden næstu tvö árin í það minnsta en eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum var hann með tilboð frá félaginu.

Gústaf, sem leikið hefur með Willstätt síðustu tvö tímabil, skrifar á næstu dögum undir samninginn hjá GWD Minden og gildir hann til næstu tveggja ára. Liðið er í hópi bestu liða Þýskalands og innan raða þess er meðal annars Spánverjinn Talant Dujshebaev sem af mörgum er talinn besti handknattleiksmaður heims.

Gústaf verður sjötti íslenski handknattleiksmaðurinn sem leikur með félaginu en Axel Axelsson, Ólafur H. Jónsson, Jón Pétur Jónsson, Páll Ólafsson og Sigurður Bjarnason hafa allir leikið með liðinu.