Í dag er föstudagur 19. maí, 140. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Ég vil kunngjöra bræðrum mínum nafn þitt, í söfnuðinum vil ég lofa þig!

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Í dag fara Martrader og Akraberg.

Hafnarfjarðarhöfn: Í gær fóru út Sjóli, Dorado og inn komu Ýmir og Pascoal Atlantico. Í dag koma Klaufaberg og Remöy.

Hríseyjarferjan Sævar. Frá Hrísey kl. 9 og á tveggja tíma fresti til kl. 23. Frá Árskógssandi kl. 9.30 og á tveggja tíma fresti til kl. 23.30. Ath. engin morgunferð kl. 7 á sunnudögum. Upplýsingar um frávik á áætlun eru gefnar í símsvara, 466 1797.

Fréttir

Aflagrandi 40. Vor í Vesturbær heldur áfram í dag. Bingó kl. 14. Glæsilegir vinningar, þ.ám. leikhúsmiðar, matarkörfur og út að borða. Í kaffitímanum leikur Andres Kleina, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar, á fiðlu. Eldri kennarakór, EKKO, syngur undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar. Veislukaffi.

Árskógar 4. Kl. 9-16 hár- og fótsnyrtistofur opnar, kl. 9-12 perlusaumur, kl. 11.45 matur, kl. 13-16.30 opin smíðastofan. Bingó kl. 13.30. Sýning á handunnum munum í félags- og þjónustumiðstöðinni verður opnuð kl. 13. Margt fallegra muna. Nemendur úr Tónskóla Elínar Dungal koma og syngja. Danssýning barna úr Seljaskóla. Allir hjartanlega velkomnir. Sýningin er opin kl. 13-17 föstud. og laugard.

Dalbraut 18-20. Handavinnusýning og basar í dag og morgun kl. 13-17 báða dagana. Veislukaffi.

Eyfirðingafélagið í Reykjavík minnir félagsmenn á að sækja um sumarbústaði sem fyrst. Uppl. í síma 554 1857.

Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.30 matur, kl. 13 "opið hús", spilað, kl. 15 kaffi.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli. Brids kl. 13.30. Gengið verður í fyrramálið kl. 10 frá Hraunseli.

Félag eldri borgara í Kópavogi heldur félagsfund í Gjábakka laugardaginn 20. maí kl. 14 um málefni og stöðu aldraðra. Frummælandi Benedikt Davíðsson, forseti Landssambands eldri borgara.

Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga kl. 10-13. Matur í hádeginu. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10 á laugardagsmorgnum. Uppl. á skrifstofu og í síma 5882111 kl. 8-16.

FEBK, Gjábakka, Kópavogi. Brids í dag kl. 13.15.

Furugerði 1 . Handavinnu- og listmunasýning eldri borgara í Furugerði 1 laugard. 20. maí. Opið frá kl. 13-17. Allir velkomnir.

Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 14 kóræfing. Bókband fellur niður. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Á morgun, laugardag, er hverfishátíð, "Efra Breiðholt, okkar mál". M.a. gönguferð um hverfið. Mæting við Fellaskóla (Sauðhól) kl. 10.30. Helgi Hjörvar setur hátíðina og ræsir gönguna. Nánar kynnt.

Gott fólk, gott rölt, Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10.30 á laugardögum.

Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 námskeið í gler- og postulínsmálun, kl. 13 bókband, kl. 20.30 félagsvist. Húsið öllum opið. Frístundahópurinn Vefarar starfar f.h. í Gjábakka á föstudögum. Sýning á verkum leikskólabarna í Marbakka verður opin til 25. maí frá kl. 9-17 a.v. daga.

Hraunbær 105. Kl. 9-12 baðþjónusta, kl. 9.30-12.30 opin vinnustofa, kl. 9-12 útskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 11-12 leikfimi, kl. 12 matur.

Hvassaleiti 56-58 . Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, leikfimi hjá Jónasi og postulínsmálun hjá Sigurey.

Hæðargarður 31. Kl. 9 kaffi, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 11.30 matur, kl. 14 brids, kl. 15 kaffi.

Kvenfélag Kópavogs. Vorferð verður farin fimmtudaginn 1. júní kl. 13 frá Hamraborg 10. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 28. maí í síma 554 0388, Ólöf, og 554 2053, Guðrún.

Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9-13 smíðastofan opin, kl. 9.50 leikfimi, kl. 9-12.30 opin vinnustofa, kl. 10-11 boccia. Sýning á handavinnu og listmunum aldraðra verður 21. og 22. maí frá kl. 13.30-17 í matsal félagsstarfsins. Hátíðarkaffi. Harmonikkuleikur í kaffitímanum á sunnudag. Guðný við píanóið á mánudag.

Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík . Minnum félagskonur á Viðeyjarferðina laugardaginn 20. maí kl. 10. Farið verður frá Viðeyjarbryggju. Uppl. í síma 695 1499, Ásta.

Vesturgata 7 . Kl. 9 kaffi, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.15-16 handavinna, kl. 11.45 matur, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal.

Vitatorg. Kl. 9-12 smiðjan og bókband, kl. 9.30-10 stund með Þórdísi, kl. 10-11 leikfimi, kl. 10-14 handmennt, kl. 10.30 ganga, kl. 11.45 matur, kl. 13.30-14.30 bingó, kl. 14.30 kaffi.

Hana-Nú, Kópavogi.

Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi kl. 9.

Félag einstæðra og fráskilinna. Fundur verður annað kvöld kl. 19 á Hverfisgötu 105, 4. hæð (Risið). Nýir félagar velkomnir.

Vesturgata 7. Í dag kl. 14.30 leikur Ragnar Páll Einarsson fyrir dansi og rjómaterta með kaffinu.

(Sálm. 22, 23.)