ÞÓRSURUM frá Akureyri og Selfyssingum er spáð tveimur efstu sætunum í 2. deildarkeppninni í knattspyrnu sem hefst í kvöld.

ÞÓRSURUM frá Akureyri og Selfyssingum er spáð tveimur efstu sætunum í 2. deildarkeppninni í knattspyrnu sem hefst í kvöld. Þjálfarar liðanna spáðu í spilin fyrir Íslenskar getraunir og samkvæmt mati þeirra verða það lið Léttis úr Reykjavík og KÍB frá Vestfjörðum sem falla í 3. deild. Spáin lítur þannig út:

1. Þór, Ak.73

2. Selfoss 70

3. Víðir 67

4. Leiknir, R. 58

5. HK 52

6. KS 36

7. KVA 33

8. Afturelding 25

9. Léttir 21

10. KÍB 15

Í fyrstu umferðinni í kvöld mætast Leiknir, R., og Víðir, Selfoss og Léttir og Afturelding og HK og á morgun eigast við Þór og KVA og KÍB og KS.