AUÐUN Helgason landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður með norska úrvalsdeildarliðinu Viking Stavanger hefur fengið tilboð frá belgíska 1. deildarliðinu Lokeren.

AUÐUN Helgason landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður með norska úrvalsdeildarliðinu Viking Stavanger hefur fengið tilboð frá belgíska 1. deildarliðinu Lokeren.

Samningur Auðuns við Viking rennur út í sumar og fari svo að Auðun taki tilboði Belganna og félögin nái samningum sín á milli getur verið að Auðun leiki sinn síðasta leik með Vikingi um næstu helgi en þá fer fram síðasta umferðin í Noregi fyrir sumarfríið.

"Þjálfari Lokeren og forseti félagsins fylgdust með leik okkar um síðustu helgi og í vikunni átti ég viðræður við þá. Þar fékk ég tilboð í hendurnar sem mér líst vel á en Lokeren vill gera við mig þriggja ára samning. Ég mun fara til Belgíu í næstu viku og skoða aðstæður og vonandi get ég þá gengið fráfrá samningnum," sagði Auðun í samtali við Morgunblaðið í gær.

Forráðamenn Lokeren eru greinilega hrifnir af íslenskum leikmönnum. Þeir hafa gert Ríkharði Daðasyni, félaga Auðuns hjá Viking, tilboð og þá hefur Rúnar Kristinsson verið orðaður við liðið. Hjá Lokeren er Arnar Þór Viðarsson.