GSM-þjónusta Tals nær nú til Húsavíkur og nágrennis. Sendir Tals var tekinn í notkun á Húsavíkurfjalli í vikunni. Vegna staðsetningar GSM-sendisins nær þjónustusvæðið mjög víða. Auk Húsavíkur nær það langt inn í Aðaldal, yfir í Köldukinn, Reykjahverfi og langleiðis með Kísilveginum. Umboðsmaður Tals á Húsavík er Öryggi hf.
Stækkun þjónustusvæðis Tals á landsbyggðinni gengur samkvæmt áætlun. Innan tíðar verða GSM-sendar fyrirtækisins teknir í notkun á Héraði og í Hornafirði. Að því loknu nær þjónustusvæði Tals til 90% landsmanna, segir í fréttatilkynningu.