BANDARÍKJAMENN eru reiðubúnir að koma á fót gagneldflaugakerfi til að verjast kjarnorkuárás, enda þótt ekki semjist við Rússa um breytingar á sáttmála frá 1972 sem bannar þess konar kerfi.

BANDARÍKJAMENN eru reiðubúnir að koma á fót gagneldflaugakerfi til að verjast kjarnorkuárás, enda þótt ekki semjist við Rússa um breytingar á sáttmála frá 1972 sem bannar þess konar kerfi. Þetta hafði AFP-fréttastofan eftir ónafngreindum starfsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins í gær.

Kerfinu er ætlað að verja Bandaríkin gegn hugsanlegri árás ríkja á borð við Norður-Kóreu og Írak en Rússar hafa lýst áhyggjum vegna áætlananna. Starfsmaðurinn sagði að síðar á þessu ári tæki Bandaríkjaforseti ákvörðun um hvort af uppsetningu verður.