Blíðara' og fegurra kvöldi ei kynnist
kvistur á heiði né gára á sjó.
Nálægð við fjarlægð í faðmlögum minnist.
Fjallræðan ómar frá sérhverri tó.
Eins er þó varnað: Hvað var það, sem dó?
Dalurinn minn á dögginni sýpur.
Draumblæja liggur um hæðir og mó.
Auðmýkt gegn hásæti himinsins krýpur.
Háfjöllin lækka í blámóðu sjó.
Allt er svo fagurt, en eitthvað mér dó.
Fjalldrapinn teygir úr táginni sinni,
treystir hann svörðinn barkaðri kló.
Snjallhreina náttkul, í nærveru þinni
nú skil ég huluna', er yfir mér bjó:
Gjallanda hreimur í hlíðunum dó.
Jón Þorsteinsson.