Nú stendur yfir veisluvika hjá veitingastöðunum í Kringlunni. Með henni er m.a. verið að vekja athygli á því að veitingastaðir hússins eru einnig opnir á kvöldin og á sunnudögum.
Á meðan veisluvikan stendur er viðskiptavinum gefinn kostur á að kynnast nýjum réttum og eftir klukkan 18.30 á kvöldin eru sérstök tilboð á öllum veitingastöðum Kringlunnar, sem eru 11 talsins. Veitingastaðirnir bjóða uppá fjölbreytt tilboð þessa viku og er lögð áhersla á að allir finni eitthvað við sitt hæfi, segir í fréttatilkynningu. Opið er á Stjörnutorgi til klukkan 21 öll kvöld en aðrir veitingastaðir hafa opið lengur. Veisluviku veitingastaðanna í Kringlunni lýkur að þessu sinni sunnudagskvöldið 21. maí.