SAMKÓR Svarfdæla heldur vortónleika í Dalvíkurkirkju á morgun, laugardaginn 20. maí og hefjast þeir kl. 16. Kórinn hefur æft af kappi vegna Danmerkurferðar í júní nk. og býður áheyrendum upp á hluta af efnisskrá ferðarinnar.

SAMKÓR Svarfdæla heldur vortónleika í Dalvíkurkirkju á morgun, laugardaginn 20. maí og hefjast þeir kl. 16.

Kórinn hefur æft af kappi vegna Danmerkurferðar í júní nk. og býður áheyrendum upp á hluta af efnisskrá ferðarinnar. Sérstakir gestir á tónleikunum eru Kór Landsbanka Íslands undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar ásamt sópransöngkonunni Kirstin Ernu Blöndal og hljóðfæraleikurum.

Efnisskráin er sérlega fjölbreytt og má þar nefna trúarlega tónlist af ýmsum toga, íslensk og erlend þjóðlög, atriði úr íslenskum söngdönsum eftir Jón Ásgeirsson og norræn vísnalög. Tónleikarnir eru styrktartónleikar ferðasjóðs Samkórsins.