Nokkrar skemmdir urðu á flutningabíl og farmi þegar hann fór útaf veginum um Tjörnes í gærmorgun.
Nokkrar skemmdir urðu á flutningabíl og farmi þegar hann fór útaf veginum um Tjörnes í gærmorgun.
FLUTNINGABÍLL fór útaf veginum á Tjörnesi í gærmorgun vegna hálku. Dráttarvagn bílsins stórskemmdist. Vegurinn um Tjörnes er einnig erfiður vegna aurbleytu.

FLUTNINGABÍLL fór útaf veginum á Tjörnesi í gærmorgun vegna hálku. Dráttarvagn bílsins stórskemmdist. Vegurinn um Tjörnes er einnig erfiður vegna aurbleytu.

Bílar lentu víða í erfiðleikum vegna hálku á Norðausturlandi og víða varð Vegagerðin að ryðja snjó.

Aðeins var jeppafært til Siglufjarðar í gærmorgun og moka þurfti einnig Kísilveginn. Þá voru hálkublettir á heiðum á Vestfjörðum. Hvasst var einnig á Mýrdalssandi og þar var sandfok.

Kalt verður áfram víðast hvar á landinu. Hiti norðanlands verður vart meiri en við frostmark og sums staðar er gert ráð fyrir tveggja stiga frosti. Sunnanlands er spáð eins til fimm stiga hita. Ekki er spáð neinni úrkomu að ráði.