Frá afhendingu hjólsins. Frá vinstri Fríða Sigurðardóttir, mamma Sigga, Ingibjörg Erla, systir Sigga, Vilborg Traustadóttir, formaður MS-félagsins, Siggi, Áslaug og Aðalbjörg Jónasdætur sem afhentu hjólið f.h. Íslenskrar erfðagreiningar.
Frá afhendingu hjólsins. Frá vinstri Fríða Sigurðardóttir, mamma Sigga, Ingibjörg Erla, systir Sigga, Vilborg Traustadóttir, formaður MS-félagsins, Siggi, Áslaug og Aðalbjörg Jónasdætur sem afhentu hjólið f.h. Íslenskrar erfðagreiningar.
HANN Siggi ætlar að hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur í sumar og safna áheitum fyrir MS-félag Íslands. Hann mun leggja af stað 3. júlí og áætlar að vera fjóra daga suður.

HANN Siggi ætlar að hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur í sumar og safna áheitum fyrir MS-félag Íslands. Hann mun leggja af stað 3. júlí og áætlar að vera fjóra daga suður.

Mjólkurbú Flóamanna verður aðalstyrktaraðilinn og Íslensk erfðagreining hefur gefið hjólið, sem er 20 gíra hjól frá Markinu, einnig gaf ÍE þjálfun fyrir Sigga svo hann verði nú í fínu formi í ferðinni. Þess má geta að Siggi hefur sjálfur aflað styrkjanna að mestu leyti en MS-félagið aðstoðað við það. Félagið mun síðan afla áheita þegar nær dregur ferðinni og munu Stöð 2 og Bylgjan fylgja Sigga eftir á ferðalaginu.

Siggi, sem heitir fullu nafni Sigurður Tryggvi Tryggvason, hefur alið með sér þennan draum frá 9 ára aldri en nú er komið að því en Siggi er að verða 13 ára. Ágóðinn mun renna til aðstöðu fyrir fólk utan af landi sem þarf á þjónustu eða rannsóknum að halda í Reykjavík um lengri eða skemmri tíma.